Skilmálar

Alla leið, sjálfsefling ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

Endurgreiðslustefna: Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Varan er endurgreidd með millifærslu á bankareikning eða kreditkort viðskiptavinar. 

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Ef um kaup á námskeiði er að ræða fæst námskeiðsgjald endurgreitt allt að 5 dögum fyrir fyrsta tíma.

Ef keypt er langt námskeið fjögurra, eða sex vikna skal greiða 7.000 kr. staðfestingagjald. Hætti kaupandi við námskeiðið eigi síður en fimm dögum fyrir fyrsta tímann fæst staðfestingagjald endurgreitt að fullu. Sé hætt við kaupin eftir ofangreinda tímasetningu fæst stafestingagjald ekki endurgreitt. Staðfestingagjald greiðist í gegnum heimasíðu Ég-alla leið en full greiðsla leggst inn á bankareikning félgsins sem kaupandi verður þá upplýstur um. Námskeiðisgjald skal greiðast að fullu eigi síður en þremur dögum áður en að námskeið hefst.

Hvenær vara er send og sendingarkosntaður:  Afhendingartími 1-3 virkir dagar Sendingakostnaður miðast við magn. Pósturinn gefur sér 2-4 virka daga til að koma pökkum til skila. Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is. Alla leið, sjálfsefling ehf. tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Þegar þú leggur inn pöntun egallaleid.is  og hefur greitt vöruna afgreiðum við hana og förum með hana á pósthús næsta virka dag. Pósturinn gefur sér 1-4 virka daga að koma vörunni til þín eða á þitt næsta pósthús. Einnig geturðu sótt pöntunina til Grindavíkur og afhending fer fram eftir samkomulagi. 

Við geymum ógreiddar millifærslu pantanir, og óafgreiddar inneign/skipti pantanir,í 24 klukkutíma frá pöntun.

 

Öryggisskilmálar: Tekið er á móti greiðslum kredit og debitkorta í gegnum öruggt greiðslusvæði þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram að Alla leið, sjálfsefling ehf. geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Lög og varnarþing: Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

 

Greiðsluaðferðir: 

Visa

Mastercard