Örnámskeið fyrir unga stráka

Það voru um 30 ungir og efnilegir drengir mættir á örnámskeið Ég-alla leið um markmiðasetningu og leiðina að sínum markmiðum. Pálmi Rafn sá um að leiða strákana áfram í markmiðasetningu og farið var í þá þætti sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu til að hörfa ekki frá sínum markmiðum. Farið var vel yfir mikilvægi þess að horfa á mistök sem part að sigurgöngunni, grunnþættina fjóra: svefn, mataræði, hreyfing og félagstengsl. Öndunartækni og núvitund sem tæki til að stjórna huganum við kvíðafullar aðstæður og síðast en ekki síst seiglu. 

 

Strákarnir voru algjörlega frábærir, áhugasamir, opnir og skemmtilegir og við erum þess fullviss að þeir munu allir ná markmiðum sínum sem þeir settu sér fyrir árið. Við þökkum kærlega fyrir okkur Inga Gulla, Helga Fríður, Magga og Pálmi.