Dagbókarskrif

Dagbókarskrif á hverjum degi getur það hjálpað þér að upplifa að þú hafir stjórn á eigin lífi jafnvel þegar að þér finnst veröldin þín vera í algjörri óreiðu. Einnig færðu tækifæri til að kynnist sjálfum þér betur þegar að þú skrifar niður þínar dýpstu hugsanir, hugleiðingar og tilfinningar. Hugsaðu um dagbókarskrifin þín sem daglega hugleiðslu. Tíma sem þú getur aftengst og slappað af. Hér koma nokkur ráð til að koma dagbókarskrifum í daglega rútínu: •Finndu þér tíma dags þar sem þú getur verið ein/n í aðeins nokkrar mínutur með hugsunum þínum. Þetta getur verið yfir fyrsta kaffibollanum, rétt áður en þú ferð að sofa eða hvaða tími dags sem hentar þér. Reyndi að hafa dagbókarskrifin fyrir sjálfan þig á svipuðum tíma dagsins. Það gerir það að verkum að meiri líkur eru á að þú munir eftir því. •Hafðu bókina sýnilega og vertu með penna tiltækan við hlið bókarinnar. •Skrifa niður eða teiknaðu það sem að liggur þér á hjarta. Skrif þín þurfa ekki að fara eftir einhverjum ramma. Þetta er þín skrif um þínar persónulegu upplifanir og tilfinningar. Leyfðu því að koma fram sem þarf að koma fram. •Notaðu bókin eins og hentar þér. Þú þarft ekki að deila skrifum þínum með neinum. •Hafðu dagbókartímann þinn á stað sem að veitir þér ró. Gerðu fallegt í kringum þig, jafnvel með heitann hjartaopnandi drykk eða tilbúinn í náttfötunum fyrir ferðina í draumaheiminn. Leyfðu þér að hlakka til dagbókartímans þíns. Vertu með í huga að þú ert að gera eitthvað gott fyrir líkama, huga og sál. Njóttu!